Um kotmót

Kotmót

Kotmót er kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi en margir vinir okkar úr öðrum kristnum samfélögum leggja hönd á plóginn. Kotmót sem er bindindismót hefur verið haldið í 65 ár.

Eitthvað fyrir alla

Ásamt vandaðri dagskrá Kotmóts, er samhliða Barnamót sem býður uppá vandaða dagskrá fyrir þau yngstu. Unglingarnir eru svo með sína dagskrá og ýmsir fjölskylduviðburðir, líkt og varðeldur, Karnival og tónleikar.

Allt til staðar

Kotmót er haldið í Kirkjulækjarkoti í Fljósthlíð og þar er allt til staðar. Örkin (gamla tívolíhúsið í Hveragerði) hefur tvo stóra sali auk miðrýmis þar sem er veitingastaður, sjoppa og góð aðstaða til borðhalds. Tjaldstæði með aðgengi að rafmagni eru í boði á mótssvæðinu.

Ræðumaður mótsins:

Andreas Nielsen

Gestur Kotmóts er Andreas Nielsen forstöðumaður Hillsong í Stokkhólmi. Hann hefur verið innan forystu Kirkjunnar í 15 ár, hefur mikla trú að Kirkjan sé staður fyrir fólk til að finna von og fá svör við spurningum lífsins. Andreas elskar að vinna með fólki að það finni von í Jesú Kristi og í Kirkju hans

Barn

Barnamót

Samhliða Kotmóti er haldið Barnamót. Þar lærum við um Guð í leik, söng og fjölbreyttum og skemmtilegum kennslum. Barnamót er fyrir börn sem fædd eru frá 2006 - 2015. Yngri börn eru velkomin í fylgd með foreldrum. Krökkunum er skipt upp eftir aldri og dagskráin sem og kennslan sniðin að hverjum hópi fyrir sig.

Kotmót dagskrá
Unglingamót dagskrá
Barnamót dagskrá

„Hápunkturinn á hverju ári hjá mér og mínum“

Myndbönd

Staðsetning

Fljótshlíð

Kirkjulækjarkot

113 km frá Reykjavík