Skilmálar Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi
Almennt
Hvítasunnukirkjan á Íslandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending
Kaupandi fær sendan staðfestingarpóst eftir að greiðsla hefur borist og í kjölfarið sendan E-miða. E-miði þennan skal sýna til að fá þjónustuna sem hann kaupir inta af henti, hvort sem það er gisting eða aðgangur að viðburðum á vegum Hvítasunnukirkjunar á Íslandi.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað þjónustuna. Vinsamlegast hafið samband við Hvítasunnukirkjuna á Íslandi með spurningar.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK þegar við á.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
